Umhverfis- og heilsuþættir

[vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text]Umhverfisþátturinn

Hlíðarendi er fasteignafélag sem byggir á vandaðri hönnun, miklum framleiðslugæðum og uppsetningu á umhverfisvænu íbúðarhúsnæði. Allt efnisval er frá gæðavottuðum framleiðendum þar sem hver aðili hefur verið valin af kostgæfni til að tryggja að hráefni sé vandað, endingargott og eins umhverfisvænt og kostur er.

Rannsóknir

Rannsóknir sýna að timburhús eru umhverfisvænni byggingarkostur en steypt hús, sérstaklega varðandi loftslagsmál, einnig geta þau verið heilsusamlegri fólki til langtíma þegar rétt er byggt. Mikil þróun hefur átt sér stað í byggingu íbúðarhúsnæðis í Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannalöndum þegar kemur að loftflæði og rakavörn. Við byggjum í samræmi við þá þróun til að geta boðið upp á vandaðri, endingarbetri og heilsusamlegri húsnæði á Íslandi. Sjá nánar hér:
https://liu.se/en/article/wood-is-good-for-you

Storaenso

Allt timbrið kemur frá virtum framleiðanda sem leggur mikla áherslu á umhverfisþáttinn og viðhaldi á skóglendi. Hægt er að lesa um fyrirtækið og umhverfisstefnu þess hér:
https://www.storaenso.com/en/about-stora-enso

Endurvinnsla

Mikill metnaður er lagður í grunnskipulagningu við smíðar á öllum húseiningum. Þetta er gert til að tryggja lágmarks úrgang og hagkvæmni í rekstri. Það efni sem eftir verður er flokkað og endurunnið.

Verkfræðihönnun í samræmi við íslenskar aðstæður

Húsin okkar eru hönnuð samkvæmt styrkleikakóða hvers svæðis fyrir sig varðandi jarðskjálftavirkni, vindstyrk og snjóþunga til að tryggja öryggi, styrk og góða endingu okkar húsa í íslensku verðurfari.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_empty_space empty_h=”1″][vc_single_image media=”466″ media_width_percent=”100″][/vc_column][/vc_row]